Read Vince Vaughn í skýjunum og Hjartað er jójó by Halldór Armand Ásgeirsson Online

vince-vaughn--skjunum-og-hjarta-er-jj

Á internetinu geta allir orðið stjörnur. Áður óþekkt fólk er á allra vörum einn daginn en öllum gleymt þann næsta. Verðum við kannski öll heimsfræg í 15 mínútur eftir allt saman?Sara og Þórir – menntaskólastelpa sem vinnur í sundlaug og háttprúður Lottókynnir í sjónvarpinu – eru með öllu óviðbúin frægðinni þegar hún steypist yfir þau. Hann verður alræmdur á Íslandi, hún alÁ internetinu geta allir orðið stjörnur. Áður óþekkt fólk er á allra vörum einn daginn en öllum gleymt þann næsta. Verðum við kannski öll heimsfræg í 15 mínútur eftir allt saman?Sara og Þórir – menntaskólastelpa sem vinnur í sundlaug og háttprúður Lottókynnir í sjónvarpinu – eru með öllu óviðbúin frægðinni þegar hún steypist yfir þau. Hann verður alræmdur á Íslandi, hún alþjóðleg stjarna. Hvernig bregðast þau við?Halldór Armand Ásgeirsson (f. 1986) er lögfræðingur að mennt og ný rödd í íslenskum bókmenntum. Leikrit hans Vakt var sýnt í Norðurpólnum 2010 við góðar undirtektir og í ár fékk hann nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta sögurnar í þessari bók.„Það er alveg sérstök stemmning yfir þessari sögu … Ég naut þess í botn að lesa þessa bók…“Ingveldur Geirsdóttir / Fréttablaðið„Þetta er algjör negla. Loksins nennir einhver að tala við mína kynslóð. Halldór Armand er rödd sem ég hef beðið eftir að myndi tala við mig. Sumar bækur les maður til að gleyma stað og stund en Vince Vaughn í skýjunum minnir mann á nákvæmlega hvar maður er staddur. Ég las bókina í einni beit, og gargaði úr hlátri allan tímann.” Dóri / DNA...

Title : Vince Vaughn í skýjunum og Hjartað er jójó
Author :
Rating :
ISBN : 9789979334064
Format Type : Kindle Edition
Number of Pages : 149 Pages
Status : Available For Download
Last checked : 21 Minutes ago!

Vince Vaughn í skýjunum og Hjartað er jójó Reviews

 • Einar Nielsen
  2019-03-01 21:31

  Þetta var áhugaverð bók og skemmtilega skrifuð. Hún er samansett úr tveimur nóvellum hvor um sig 70- 80 bls. Sú fyrri Vince Vaughn í skýjunum fjallar um áhugavert efni og spilar skemmtilega úr því. Mér fannst gaman að sjá hvernig myndbandið sem söguhetjan tók upp fékk næstum eigið líf og dró hana inn í hreint ótrúlega atburðarás. Endirinn hefði mátt vera annar en um leið geri ég mér ákveðið grein fyrir að þetta varð að fara svona, kannski dreytmdi mig bara um að hún fengi frægð og frama hehe. Hjartað er jójó var líka skemmtilegt. Mér fannst hún ákveðið formfastari en jafnframt líka skemmtilegt. Í henni voru ákveðinn skemmtileg smáatriði sem ég velti fyrir mér hvort að höfundur hafi rannsakað eða hvort hann hafi bara búið þau til (til dæmis mydin af Steingrími Hermannssyni). Báðar sögurnar eru ágætis innsýn í íslenskt nútíma samfélag og gagnrýna það á sinn hátt. Var um klukkutíma að lesa hvora sögu svo maður er fljótur að rýna í sögurnar og getur jafnvel rennt aftur yfir þær ef manni langar. Fínasti lestur sem ég get alveg mælt með.

 • Magni
  2019-03-20 00:44

  Sérstaklega ferskar og frumlegar sögur.

 • Andri Freyr
  2019-03-22 22:30

  frabaer bok fra ungum og efnilegum rithofundi. eg mun vera askrifandi a bokunum hans. fersk og ovaent. seinni sagan skemmtileg og kjotud. skemmtilegar hrynur i fyrri. Ordalag i samraemi vid ad hun er skrifud a 21 oldinni.

 • Ásta Sóley
  2019-03-02 17:23

  Skemmtilegar hugmyndir og góðar líkingar, sérstaklega í fyrri sögunni, fannst hún mun betri en sú síðari - kannski að hlua til vegna þess að það var auðveldara að samsama sig aðalpersónunni?

 • Sif
  2019-03-02 19:17

  Skemmtileg frumraun höfundar, mikil samtímasaga, skrifuð út frá sjónarhorni kynslóðar sem enn hefur ekki fengið mikið svigrúm í bókmenntum samtímans.

 • Benedikt Skúlason
  2019-03-01 17:32

  Bjartur í Sumarhúsum, Jón Hreggviðsson, Erlendur Sveinsson, lottókynnirinn Þórir Thorarensen...