Read Hestvík by Gerður Kristný Online

hestvk

Ísinn í sjoppunni við Valhöll hlaut að bragðast guðdómlega. Þar sem fólki var áður drekkt eins og kettlingum í poka eða það sundurlimað fyrir að stela tvinna var nú boðið upp á pönnukökur með þeyttum rjóma. Síðan var hægt að kasta peningi ofan í gjá og óska sér heppni og hamingju.Það er liðið á sumar og lyngilmurinn í Grafningnum fyllir vitin. Frá sumarbústöðunum sjást NesÍsinn í sjoppunni við Valhöll hlaut að bragðast guðdómlega. Þar sem fólki var áður drekkt eins og kettlingum í poka eða það sundurlimað fyrir að stela tvinna var nú boðið upp á pönnukökur með þeyttum rjóma. Síðan var hægt að kasta peningi ofan í gjá og óska sér heppni og hamingju.Það er liðið á sumar og lyngilmurinn í Grafningnum fyllir vitin. Frá sumarbústöðunum sjást Nesjaey og Sandey stinga kryppum sínum upp úr vatninu og stundum siglir þar bátur. Fólk er hingað komið til að vera í friði með minningar sínar og leyndarmál. Kvöldin eru orðin dimm og erfitt að finna þá sem týnast.IN ENGLISH:- THE LAKE - It was good to meet my old classmate again and accept a glass of wine from him without thinking that he’d spit in it.Summer is nearly over and the scent of heather fills the senses in Grafningur county. The islands Nesey and Sandey can be seen from the nearby summer houses, their peaks cresting the surface of Thingvellir Lake. Sometimes, you can see boats sailing there, too. People come here to relax and be alone with their memories and secrets. But by summer’s end, the nights have gotten dark, making it difficult to find what you’ve lost. 163 pp...

Title : Hestvík
Author :
Rating :
ISBN : 9789979337065
Format Type : Hardcover
Number of Pages : 163 Pages
Status : Available For Download
Last checked : 21 Minutes ago!

Hestvík Reviews

 • Thorunn
  2019-03-18 23:27

  Þessi bók greip mig ekki alveg - kannski voru væntingarnar of miklar?Mér fannst persónurnar ekki trúverðugar og sagan ekki ganga upp. Því miður. En setningarnar og textinn var oft meiri háttar - kannski hefði þetta verið betra sem ljóð?

 • Kollster
  2019-03-17 00:30

  Mjög grípandi og góð bók eftir fallega höfund. Gerður Kristný kann þetta.

 • Dóra
  2019-03-16 22:29

  Þessi sker sig í ætt við hrollvekju. Spennandi, veist frá byrjun að e.h. á eftir að gerast, las hana í einum rykk, leið ekki vel á eftir.

 • Skuli Saeland
  2019-03-12 23:25

  Heillandi saga sem lýsir að grunni til ást foreldra til barna sinna. Foreldrið sér sjaldnast alvarleika afbrota eða misgjörða afkvæmanna. Vekur uppi margvíslegar spurningar. Vel skrifuð og fram sett. Aðalsöguhetjan kemur með einkason sinn í sumarbústað látinna foreldra sinna og við ferðina rifjast upp minningar sem smám saman koma fyrir sjónir lesandans og tengjast nútímanum. Mæli með eindregið með sögunni.

 • Sara Hlín
  2019-02-22 17:50

  Langar að lesa þessa aftur og ætti þannig að fá 5 stjörnur fyrir það eitt skv mínum eigin kvarða en það vantaði samt eitthvað uppá. Fannst sagan hálf súrrealísk öðru hvoru eins og aðalpersónan væri á lyfjum en mögulega var það ætlunin. Lesandinn er mjög mikið inni í höfðinu á aðalpersónunni og skynjar líðan hennar og yfirþyrmandi þreytu sem er flott. Listalegar setningar og spennandi saga.

 • Borghildur Sigurbergsdottir
  2019-03-17 17:39

  Virkilega fallegur texti, fallegar tilfinningar til foreldra og sársauki við mat á stöðunni í lífinu komust ótrúlega vel til skila. Framvindan fannst mér samt fara alveg úr böndunum þegar ólílegustu hlutir fóru að gerast!

 • BergÞórJónsson
  2019-02-21 21:34

  Las þessa bók í flugvél á leiðinni til Schiphol. Í upphafi bókar bendir svo sem ekkert til þess að það gerist eitthvað spennandi í þessari ferð í sumarbústað í Grafningnum en það býr margt í myrkrinu við Þingvallavatn. Mæli með henni.

 • Páll Daníelsson
  2019-03-05 21:54

  stutt og þægileg bók. Ágætis afþreying.

 • Rebekka Sif
  2019-03-03 19:36

  Virkilega yndisleg bók! Vel skrifuð og vönduð atburðarrás sem tekur við sér í seinni hluta bókarinnar. Las hana í einum rykk.